150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:35]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Við erum hér samankomin til að leggja stund á þingstörf en ekki þingfúsk. Það fúsk sem hér hefur orðið og liggur fyrir, og er búið að fara mjög rækilega yfir í ræðum, getur ekki með nokkru móti staðist og er náttúrlega undir virðingu Alþingis. Að ætla að efna til fundar í nefnd sem átti að fjalla um málið eftir að þetta er orðið að lögum að forminu til, er í besta falli hjákátlegt. Auðvitað er þetta á ábyrgð forystu þingsins og forseta þess og forsætisnefndar og það hlýtur að verða að taka málið fyrir á þeim vettvangi og leiðrétta þessi mistök. Ég vil árétta það sem fram kom í máli varaformanns þingflokks Miðflokksins. Miðflokkurinn mun ekki standa í vegi fyrir því að gripið verði til þeirra aðgerða sem þarf til að sómi Alþingis bíði ekki hnekki af þessu máli.