150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:43]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Nú bið ég fjölmiðlafólk að hlusta. Í fréttum á RÚV í gær kom fram að gerð hefðu verið mistök varðandi það hvernig máli úr efnahags- og viðskiptanefnd, sem ekki var samstaða um í þingflokkum, hafi verið laumað á dagskrá. Mistök voru gerð. Þegar sagt er frá því í fréttum er þessum mistökum kastað yfir alla eins og teppi. Það voru mistök hjá forseta Alþingis að vera ekki búinn að kynna sér það og kynna þingflokksformönnum það og vita hvort andstaða væri við að fá málið á dagskrá. Þetta verða fjölmiðlar að nefna.

Hér er aftur verið að kasta mistökum yfir alla varðandi þetta mál. Nei, það voru mistök hjá framsögumanni stjórnarflokkanna í þessu stjórnarmáli að upplýsa ekki um efnislega breytingu og kalla það tæknilega breytingu. En nú eru allir sammála um að þetta var efnisleg breyting. Sama hvort þetta var lítil eða mikil breyting þá var þetta efnisleg breyting og þá verður að upplýsa nefndina, sem samkvæmt þingskapalögum á að rannsaka það og athuga. Það verður að upplýsa um það. Mistökin í gær voru forseta Alþingis, mistökin í dag eru stjórnarþingmanns. Þetta þarf að komast skýrt til skila.