150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:06]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þurfi aldrei að taka þetta lán. En ef þeir taka lánið, ef komið er að því taka lánið, af hverju í ósköpunum notum við þá ekki bara sömu aðferðir og í hruninu þegar bankarnir yfirtóku heimilin? Látum þá bankana, Íslandsbanka og Landsbanka, ríkisbankana, yfirtaka flugfélögin. Af hverju er það ekki inni í myndinni að um leið og að því kemur að þessi lánalína verður virkjuð sé félagið yfirtekið? Þá er það orðið verðlaust félag hvort sem er. Það ætti ekki að vera mikið vandamál frekar en það var vandamál að taka heimilin af fólki. Bankarnir yrðu þá bara frábærir. Þeir gætu aldeilis hafið sig til flugs, komnir með heilt flugfélag. Þeir myndu fljúga inn á fjármálamarkaði og yrðu sennilega mjög eftirsóttir ef ætti að einkavæða þá.