150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[20:22]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér hafa verið fluttar athyglisverðar atkvæðaskýringar, um atkvæðagreiðsluna, eins og sagt er. Sérstaklega frá Samfylkingunni, finnst mér, sem lagt hefur til og talað mikið fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur en vill ekki koma í veg fyrir atvinnuleysi með því að styðja þetta mál. Hér er um þjóðhagslega mikilvægt mál að ræða, eins og hér hefur komið fram og með lánsheimildinni er verið að skapa grundvöll fyrir því að fjárfestar vilji koma að félaginu á erfiðum tímum. Það er ekki sjálfgefið. Það hefur afleiðingar ef stjórnvöld sitja hjá aðgerðalaus. Áttum okkur á því. Miðflokkurinn tekur ábyrga afstöðu í þessu máli og styður það.