151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[17:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég svara spurningunni aftur og reyni að vera skýr með það að ég tel að mikilvægt sé að beina fjármagni inn í almannatryggingakerfið þannig að við getum bætt kjör þeirra … (BLG: … ekki réttlætanleg krafa, ókei.) Ég ætla að biðja hv. þingmann um að leggja mér ekki orð í munn. Ég er að segja að ég telji mikilvægt að kerfið sé þannig uppbyggt að við getum sérstaklega bætt kjör þeirra sem hafa ekki aðrar tekjur sér til framfærslu en greiðslur frá Tryggingastofnun og á sama tíma þurfum við að fara í endurskoðun á almannatryggingakerfinu í heild sinni. Eins og komið hefur fram í umræðum í dag og margoft áður þá eru held ég allir sammála um að kerfið sé of flókið, of mikið sé af skerðingum sem rekast hver á annars horn og að þar þurfi að gera kerfið einfaldara og skýrara. Og að mínu mati á eitt af markmiðunum að vera það að bæta kjör þeirra sem hafa eingöngu þær lágu upphæðir sem hægt er að fá í gegnum Tryggingastofnun.