151. löggjafarþing — 6. fundur,  8. okt. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[12:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að láta við það sitja að segja að ég held að við gætum gert töluvert mikið meira til að uppræta bótasvik. Og ég held að það sé til mikils að vinna. Ég ætla ekki að halda því fram að bótasvik séu almenn og umfangsmikil en við verðum að skapa tilfinningu fyrir því að verið sé að fylgjast með því hvort þau eigi sér stað og að það hafi afleiðingar ef menn reyna bótasvik. Þetta hefur með samstöðu og sátt í samfélaginu að gera, að fólk sé sátt við að fjármunum sé ráðstafað í málaflokk þar sem gilda lög og reglur og eðlilegt eftirlit er viðhaft.