151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

fjöldi hælisleitenda.

[15:37]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það sem við höfum lagt hér fram áður er frumvarp til að reyna að breyta lögum okkar varðandi verndarmál í takt við löndin í kringum okkur, þá sérstaklega Norðurlöndin. Almennt leiða þau til neikvæðrar niðurstöðu en þau taka of mikinn tíma í kerfinu okkar og við gerum skýrar kröfur um að kerfið svari fólki fyrr. Við erum með mannúðarfresti, skemmri en nokkurt annað land í kringum okkur, til að veita fólki mannúðarleyfi ef kerfið stendur sig ekki í að svara því fyrr. Ef við getum breytt reglum um verndarmál, gert afgreiðslu þeirra hraðari, að þau séu forgangsmál, skoðun sé einstaklingsbundin en ekki ítarlegri en það, enda leiða þau almennt til neikvæðrar niðurstöðu, getum við líka hraðað öðrum umsóknum og sinnt betur öllum í kerfinu okkar. Þá væri komin löggjöf um verndarmálin sem væri í meira samræmi við löndin í kringum okkur. Það lítur út fyrir að langstærstur hluti þeirra sem hafa komið hingað t.d. árið 2020 sé fólk sem er nú þegar komið með alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki.(Forseti hringir.)

Heildarkostnaður við málefni útlendinga undir dómsmálaráðuneytinu er yfir 4 milljarðar. Ég er ekki alveg með tölur á takteinum varðandi hælisliðinn sérstaklega.