151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun.

12. mál
[15:51]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég spurði þessara sömu spurninga þegar málið var til meðferðar í ráðuneytinu. Ég veit ekki betur en að það sé í raun enginn umframkostnaður. Ef hann er í einhverjum krónum er hann svo lítill að það er enginn að gera athugasemdir við það. Ég veit að haghafar í atvinnulífinu, bæði Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins, hafa ekki lagst gegn frumvarpinu með umsögnum sem þau skiluðu í samráðsgátt. Þetta á því ekki að vera nein byrði fyrir atvinnulífið heldur er leiðarljósið þessi aukna neytendavernd, upplýsingar fyrir neytendur til þess að taka upplýsta ákvörðun og gera kröfu um að fólk geti borið saman vörur til að stuðla að frekari orkusparnaði.