151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru .

160. mál
[18:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að hafa þetta andsvar langt. Mig langar bara að spyrja hæstv. ráðherra hvort henni finnist eftir sem áður ekki mikilvægt að þessi framlenging fái eðlilega lengd þinglegrar meðferðar vegna þess að síðast þegar við lögfestum þetta var það í talsverðum flýti. Það varð ekki mikil umræða og mikil þingleg meðferð sem átti sér stað og við settum þetta sem bráðabirgðaákvæði eðli málsins vegna. En nú er verið að tala um að lengja þessar heimildir, sem hafa takmarkanir í för með sér, út árið 2021, sem mér finnst svolítið langur tími. Ég velti því fyrir mér hvort hæstv. ráðherra sé ekki sammála því að það þurfi samt sem áður að liggja fyrir eðlilegur umsagnarfrestur, nefndin þurfi að hafa nægan tíma til að hugsa þetta eða hvort það liggi fyrir einhver vilji til að flýta þessu máli í gegnum nefndina.