151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

staða innanlandsflugs.

[10:59]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir gott svar. Loftbrúin er í sjálfu sér lengri tíma aðgerð og stígur ekki inn í þetta Covid-ástand sem nú er uppi í innanlandsfluginu. En það er hárrétt sem hæstv. ráðherra kemur inn á, að þessi langtímaþróun á innanlandsfluginu sé þyngri en tárum taki, og gjaldtakan á innanlandsflugið auðveldar ekki þá stöðu. Ég vil bara grípa boltann á lofti frá hæstv. ráðherra hvað það varðar að þessi mál verði skoðuð sérstaklega. Þó að ekki hafi verið tekin sérstök ákvörðun um að fella niður gjaldtöku á innanlandsfluginu, þá er í núverandi ástandi það að gera það ekki, af því ég tel mig vita að um þetta hafi verið rætt, líka ákvörðun. Þannig að ég vil bara hvetja hæstv. ráðherra til að taka þetta til skoðunar hið snarasta því að núverandi staða er bæði ósanngjörn og óbærileg. Og sannast sagna er staða innanlandsflugsins fullkomlega í köku víða um landið, hvað marga flugleiðir varðar.