151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi.

239. mál
[12:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Rósu Björk Brynjólfsdóttur fyrir svarið en hún svaraði ekki spurningu minni um það hvernig eigi að leysa þau vandamál þegar búið er að eyða fóstri. Hvað á að gera við fóstrið? Ég spyr vegna þess að ég veit ekki hvaða lagalegi grundvöllur liggur fyrir, hvort megi flytja það á milli landa, hvað megi gera, hvernig eigi að leysa það. Við verðum að vita það vegna þess að við getum ekki bara verið með plan A, við verðum að vera með plan B og C. Það er svo margt sem við vitum ekki í þessu samhengi. Við vitum ekkert hvort margir koma eða fáir og þess vegna verðum við líka að vera búin undir það að margir gætu komið. En ég hef ekki hugmynd um það. Það hefur komið fram, og ég veit ekki hvort það er rétt og ég hef ekki kynnt mér það, að þörfin gæti verið milli 150.000–200.000 fóstureyðingar á þessu svæði. Ef það er rétt og við fáum 10% af henni þá erum við að fá fjölda, ef við fáum 5% þá erum við líka að fá gífurlegan fjölda. Við vitum ekkert en við (Forseti hringir.) verðum líka að vera með plan B og C, er það ekki?