151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi.

239. mál
[12:46]
Horfa

Flm. (Rósa Björk Brynjólfsdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Til að svara spurningunni sem fram kom í fyrra andsvari og hv. þingmaður ítrekaði hér í seinna andsvari um hvað verður um fóstur þá vil ég bara að minna á það að fósturvísir sem er eytt í þungunarrofi er ekki barn. Ég held að við ættum að forðast umræður um það hvað verður um fóstur og hver er lagalegur grundvöllur fyrir því, mér finnst það ekki tengt málinu. Þingsályktunartillagan fjallar um það að Alþingi feli heilbrigðisráðherra að tryggja einstaklingum sem hingað ferðast til að undirgangast þungunarrof þá sjálfsögðu þjónustu sem lýtur að réttindum kvenna og stúlkna til að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðgöngu. Kjósi þær að gangast undir þungunarrof er þetta viðunandi heilbrigðisþjónusta sem viðkomandi konur, stúlkur og einstaklingar kjósa og vilja fá.