151. löggjafarþing — 19. fundur,  13. nóv. 2020.

staða skólamála á tímum Covid-19, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra. - Ein umræða.

[12:00]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þetta er einmitt eitt af því sem við erum að horfa til vegna þess að í þessari stöðu er ekki bara eitthvað eitt sem getur virkað. Skólabyggingarnar eru mjög mismunandi. Eitthvað sem einn skóli getur gert, jafnvel haft 25 nemendur og tvo metrana á milli, getur annar skóli ekki gert vegna þess að húsnæðið bara býður ekki upp á það. Við erum því að skoða loftræstingu og við erum að skoða, bara svo að ég nefni það, að leigja nýtt rými þannig að þegar við förum inn í vormisserið sé alveg tryggt að unga fólkið okkar geti komið í skólann, að við séum bara varin gagnvart þessu. Við erum því stöðugt að leita nýrra leiða. Meginmarkmiðið er alltaf að tryggja menntun í landinu og að sem flestir séu í staðnámi. Ég tel að sú forgangsröðun sem við fórum í síðasta vor hafi gengið mjög vel og við erum að þróa þetta yfir í framhaldsskólastigið. Ég tel að við séum að ná eins vel utan um þetta (Forseti hringir.) og við mögulega getum í ljósi þess hvar við erum stödd í þessum faraldri.