151. löggjafarþing — 21. fundur,  17. nóv. 2020.

greiðsluþátttaka sjúkratrygginga.

[14:06]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom í mínu fyrra svari þá barst mér þetta erindi þann 11. nóvember þar sem óskað er eftir að ráðherra leggi fram umrædd tilmæli. Ég þarf að gefa ráðuneytinu það ráðrúm að fara ofan í saumana á málinu og mun ekki svara því erindi hér úr ræðustól Alþingis heldur gera það með lögformlegum leiðum. Þær breytingar sem ég hef gert á reglugerðinni eru til þess gerðar að fanga þau tilvik þar sem um er að ræða nauðsynlegar og alvarlegar afleiðingar meðfæddra galla. Það er mitt markmið hér eftir sem hingað til.