151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

niðurskurður fjárframlaga til Landspítala.

[13:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Eftir yfirferð hef ég tekið eftir því að víða í kringum okkur í nágrannalöndunum er verið að gefa hallann eftir vegna aðstæðna. Kæmi það til greina, hæstv. ráðherra? Þá segja mínar heimildir líka að það sé auðveldara nú að fá fólk til starfa og að manna stöður í þessu sögulega atvinnuleysi. Ég spyr ráðherra hvort það sé ekki jákvætt einmitt núna að ráðast gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Loks langar mig að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort hún telji að við þessar aðstæður gæti orðið til ákveðinn freistnivandi fyrir hægri öflin á þingi og hægri öflin í ríkisstjórninni að reyna að knýja á um meiri einkarekstur og einkavæðingu í kerfinu.