151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

202. mál
[15:46]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég tek eindregið undir þessa breytingartillögu og vil taka undir þá hvatningu til stjórnarmeirihlutans sem hér hefur komið fram. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Ríkisstjórn og ráðherrar eru þegar byrjuð að tala um, vissulega rétta og góða breytingu í kvikmyndaiðnaðinum og -listinni varðandi endurgreiðslu. Það sama gildir hér. Hækkum þetta upp í 35% og verum svolítið forsjál. Verum ekki alltaf að elta. Sýnum forsjálni og fyrirhyggju og reynum að vera einu sinni á undan. Ég segi já við þessu ákvæði.