151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

fjáraukalög 2020.

337. mál
[16:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það hafa ekki fallið til liðir sem hafa kallað á ný útgjöld, ófyrirséð, og snúa sérstaklega að bótakerfunum fyrir ellilífeyrisþega sem við getum sagt að ættu heima hér. Slíkar ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Hv. þingmaður rakti hér dæmi um eingreiðslur sem hafa verið teknar ákvarðanir um. Sömuleiðis er verið að útfæra þegar fjármagnaða bótaaukningu í kerfi öryrkja en við erum ekki að ræða hér um fjáraukalagafrumvarpið til þess að taka nýjar ákvarðanir um breytingar á bótakerfunum. Það held ég að sé svona í grundvallaratriðum svarið sem ég get veitt.