151. löggjafarþing — 28. fundur,  27. nóv. 2020.

kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands.

351. mál
[20:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki af neinni léttúð sem tekin er ákvörðun um að setja lög á kjaradeilu því að verkfallsrétturinn er launafólki svo sannarlega mikilvægur. Til þess að svo sé gert þarf að teljast fullreynt að samningum verði ekki náð að svo stöddu og brýn nauðsyn að vera til þess að lög séu sett. Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar styrktist ég í þeirri trú minni að nú væri þannig ástand að lög þyrfti, enda kom það fram í máli ríkissáttasemjara að lengra yrði ekki komist, fullreynt væri í samningaviðræðum og kom fram hjá Landhelgisgæslunni að brýn neyð væri fyrir hendi. Þess vegna greiði ég og við í þingflokki VG atkvæði með þessum lögum.