151. löggjafarþing — 28. fundur,  27. nóv. 2020.

kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands.

351. mál
[20:20]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom í máli mínu fyrr í dag þá eru fordæmalausar aðstæður uppi í samfélaginu og hægt að gagnrýna aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar á mörgum sviðum. Í dag snýst málið um öryggi landsmanna. Samningsaðilar, ekki síst ríkisstjórnin og samninganefnd hennar, hefðu kannski þurft að beita sér betur fyrir því að samningar næðust. En ef það er rétt að ein af kröfum ríkisvaldsins sé að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar Gæslunnar hafa haft við aðra samninga Flugvirkjafélagsins og sú krafa kemur í veg fyrir að samningar náist þurfa menn að endurskoða það allsnarlega, tel ég.

Virðulegur forseti. Verði þessi lög samþykkt er enn tími til að semja fram á nýja árið og hvet ég samningsaðila til að nýta anda jólanna og semja, reyna að ná samningum. Þingflokkur Miðflokksins mun greiða máli þessu atkvæði sitt.