151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[16:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Nú geta menn haft skoðun á því hvort halda eigi áfram þeirri ívilnun eða réttara sagt framlengja þá ívilnun upp á 960.000 kr. Rökin þar að baki eru í sjálfu sér einföld. Þau eru að tengiltvinnbílar yrðu ekki samkeppnisfærir við hefðbundna bíla sem nota jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er ekki talið tímabært að afnema þessa ívilnun, eða réttara sagt talið rétt að framlengja hana óbreytta. Þetta er spurning um að reyna að ýta enn frekar undir það að fólk sem kaupir sér bíla velji fremur, ef það er ekki kostur að kaupa rafmagnsbíl, að kaupa sér þá a.m.k. tengiltvinnbíl, í staðinn fyrir að gera það sem ég gerði fyrir tveimur árum, herra forseti, ég keypti mér dísiljeppa.