151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[16:28]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Andsvarið ætti að geta verið stutt því ég þarf aðeins að ítreka spurningarnar, vegna þess að það er ekki óumdeilt að tengiltvinnbílar séu rétta leiðin á þessum tímapunkti í orkuskiptum. Þess vegna m.a. hafa ráðherrar í tvígang lagt til að ýmist fella niður eða draga úr ívilnun til þeirra ökutækja hraðar en meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar treysti sér til að standa við. Þess vegna standa spurningarnar eftir: Hvaðan bárust þær ábendingar sem meiri hluti nefndarinnar fer hér eftir og hversu dýrar eru þær breytingar sem lagðar eru til í þágu tengiltvinnbíla?