151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[16:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ekki er hægt að svara þeirri spurningu með neinni vissu hversu dýrar þær eru. Ef enginn tengiltvinnbíll selst þá kostar þetta auðvitað ekki neitt. Ef ívilnunin verður lækkuð eins og til stóð og fleiri bensínbílar og dísilbílar seljast en tengiltvinnbílar, þá getur hv. þingmaður bara velt þeim kostnaði fyrir sér.

Það er líka alveg ljóst að ábendingar bárust m.a. frá Bílgreinasambandinu, öðrum sérfræðingum og bílaleigufyrirtækjum og Samtökum ferðaþjónustunnar sem benda t.d. á það að í fyrsta lagi hafi kannanir sýnt að tengiltvinnbílar hafi reynst mikilvæg brú yfir í hreina rafbíla (Forseti hringir.) og auk þess henti þeir betur við núverandi aðstæður, (Forseti hringir.) miðað við núverandi innviði í orkuskiptum, ekki síst úti á landi, hv. þingmaður.