151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn á þskj. 317, um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra, frá Þorsteini Sæmundssyni; frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 276, um vistun fanga á Akureyri, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur; og frá félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 320, um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra, frá Þorsteini Sæmundssyni.