151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[14:20]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð sem hafa fallið hér á undan hjá hv. þingmönnum. Þetta mál hefur, eins og fram hefur komið, verið afgreitt í góðri sátt og friði innan hv. velferðarnefndar og það er jákvætt skref fram á við. Það er alltaf ánægjulegt þegar ríkir þverpólitísk sátt um eins mikilvægt málefni og að taka skref í átt að því að koma fólki úr fátæktargildru í átt að réttlæti. Að lokum vil ég bara minna á að þeir sem búa við fátækt og örorku eru oft á tíðum börn sem eru á framfæri öryrkja og þeirra sem lægstu framfærslu hafa. Ég fagna þessu máli og hlakka til að sjá það fara í atkvæðagreiðslu í þingsal.