151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[21:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Þá er það atriði sem ég ætlaði upphaflega að spyrja hv. þm. Björn Leví Gunnarsson um þegar hann setti málið í það samhengi að til langrar framtíðar væru mun meiri verðmæti fólgin í ósnertu náttúrunni uppi á hálendi. Þingmaðurinn sagði ítrekað að betra væri að hugsa þetta til lengri tíma en ekki skemmri. Þess vegna langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að ferðamenn hefðu verið fleiri eða færri undanfarin ár og misseri á Kárahnjúkasvæðinu með eða án þeirrar orkuuppbyggingar sem þar átti sér stað.