151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

launamál og hækkun almannatrygginga.

[11:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir skrifað í lög hvernig laun eiga að breytast fyrir þingmenn núna um áramótin. Viðmiðunartalan er þar útfærð og hún er ákveðin í lögum en við þurfum að sækja hana til Hagstofunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er hægt að framkalla hana. Ég kann ekki að segja frá því af hverju það hefur dregist að svara þessu. Ég hefði meira að segja haldið að vegna þess að þetta er hækkun sem átti að koma til framkvæmda í sumar þá sé viðmiðunartalan í raun og veru fyrir árið 2019 og þetta hafi legið fyrir meira eða minna allt þetta ár.