151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:21]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Sama spurning og ég var með til hv. þingmanns Haraldar Benediktssonar varðandi lífskjarasamningana. Ég átta mig ekki á af hverju ríkisstjórnin getur tekið stefnumarkandi ákvarðanir um að fara í krónutöluhækkanir með verkalýðshreyfingunni en uppfyllti ekki sömu stefnu gagnvart þeim aðilum sem treysta á framfærslu frá ríkinu, sem eru á einna lægstu laununum. Þannig að ég vildi bara byrja á því að spyrja mjög einfaldrar spurningar: Finnst hv. þingmanni það ekki réttlætanlegt að fólk sem er á framfærslu hins opinbera með lífeyri samkvæmt almannatryggingum eða á atvinnuleysisbótum — er það ekki réttlát krafa hjá því fólki að það fái sömu hækkun og fólk með lægstu launin fékk vegna lífskjarasamninga?