151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:27]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Forseti. Sú tillaga sem við greiðum atkvæði um hér skiptir það miklu máli að ég þjófstartaði áðan [Hlátur í þingsal.] og ætla að fara í fáum orðum yfir hana aftur en hún lýtur að því að við lækkum tímabundið tryggingagjald og fellum það út hjá einyrkjum og smæstu fyrirtækjum. Önnur fyrirtæki munu líka njóta þess og þetta mun verða til þess að atvinnulífið í landinu nær margumtalaðri sterkari viðspyrnu.