151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:49]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Við erum að kljást við 100 ára djúpa kreppu, ef svo má að orði komast. Það er margbúið að benda á að nýsköpun er lykilorð í kreppu. Þessi tillaga lýtur að því að fullfjármagna Tækniþróunarsjóð. Það er furðulegt að við getum ekki sameinast um að gera það. Það voru metfjöldi umsókna í Tækniþróunarsjóð í sumar, en vitið þið hversu margar umsóknir voru samþykktar? 8% þeirra. Ef við skoðum fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar, sem ég veit ekki hvort margir stjórnarþingmenn hafa séð, þá lækka fjárframlög til nýsköpunar á næstu fimm árum um 23%. Ég er ekki viss um að stjórnarþingmenn viti þetta einu sinni, því að þeir tala ekki svona. Það er stundum eins og hv. þingmenn skoði ekki eigin töflur. Veit þjóðin að það á að lækka málaflokkinn nýsköpun og rannsóknir um 23% á næstu fimm árum? Ég stórefa það. Ég hvet hv. þingmenn til að styðja nýsköpun (Forseti hringir.) en sé að stjórnarmeirihlutinn er ekki til í það frekar en fyrri daginn.