151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Hér er lögð fram hógvær tillaga í gríðarlega mikilvægu máli sem lýtur að stuðningi við nýsköpun og rannsóknir og felur í sér annars vegar að Tækniþróunarsjóður fái 1 milljarð aukalega, að Rannsóknasjóður fái 750 milljónir og Innviðasjóður 250 milljónir. Nýsköpun er gríðarlega mikilvæg. Við verðum að hugsa til framtíðar samtímis því að við tökumst á við bráðan vanda. Þetta er mjög mikilvægt skref. Það eru mjög mörg verkefni, frábær verkefni, sem fá ekki fjármagn vegna þess að við setjum ekki nóg inn í þessa sjóði.