151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:52]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Virðulegur forseti. Mér finnst bara ástæða til að koma hingað upp í ljósi atkvæðaskýringa hér á undan og minna á töflu í nefndaráliti fjárlaganefndar meiri hluta fjárlaganefndar þar sem kemur fram sú gríðarlega aukning fjármuna sem hafa runnið á kjörtímabilinu til nýsköpunar og rannsóknar- og þekkingargreina, eða 73%. Þetta hefur hækkað úr tæpum 15 milljörðum árið 2017 og tillagan í ár er 25,9 milljarðar. Þetta er veruleikinn.