151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:54]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Sveitarfélögin sinna okkar dýrmætustu þjónustu; grunnskólum, leikskólum, öldrunarþjónustu, félags- og íþróttamálum og ýmsu öðru. Þau eiga eins og aðrir undir högg að sækja á þessum tímum og það er mjög mikilvægt að þau nái að viðhalda þessari dýrmætustu þjónustu. Sveitarfélögin eru hins vegar þannig, ólíkt ríkinu að sumu leyti, að það er mjög mikill aðgreining milli fjárfestingar og rekstrar og þau verða að reka sig á núlli. Þau hafa um tvennt að velja, þ.e. að skera niður þjónustu við fólkið, og það má ekki gerast, eða hitt, að draga úr fjárfestingu. Sveitarfélögin hafa sögulega staðið undir 50% af öllum fjárfestingum í landinu og ef ekki verður komið betur til móts við þau mun það draga úr viðspyrnunni sem ríkisstjórnin hefur svo mikið talað um. Hér eru örlítil spor í átt að því að rétta hag sveitarfélaga.