151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Nýlega samþykkti Alþingi persónuverndarlög sem eru ansi viðamikil og góð réttarbót fyrir borgara landsins. Forstöðumaður Persónuverndar sagði í bréfi sem fylgdi ársreikningi 2019 að það vantaði starfsfólk til að framfylgja þeim lögum. Þetta er sú upphæð sem þarf til að standa við þau réttindi sem við veittum borgurum þessa lands með samþykkt laganna. Mér finnst það frekar augljós galli sem þarf að laga í fjárlögunum. Það væri áhugavert að sjá hvernig niðurstaðan verður. Hún virðist vera rauð, því miður.