151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:13]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um niðurgreiðslu á dreifikostnaði raforku um 730 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir að þetta framlag, sem hækkar um 90 millj. kr., dugi til að fullri jöfnun verði náð frá og með 1. september. Þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli fyrir þá sem búa í dreifbýli og greiða miklu hærra gjald vegna dreifikostnaðar raforku.