151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:29]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég kem hingað til að hvetja hv. fjárlaganefnd til dáða. Hér vantar einfaldlega að hækka þær upphæðir sem eru undir. Það vantar að bæta Ríkisútvarpinu upp lægra útvarpsgjald sem því miður verður raunin ef ekkert verður að gert. Ég hvet hv. fjárlaganefnd til dáða á milli 2. og 3. umr. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir falleg og hlý orð í minn garð áðan. Það hefði verið skemmtilegt ef hv. þingmaður hefði rætt við mig fyrir umræðuna og jafnvel reynt að ná saman við mig en ekki bara notað nafn mitt í pólitískum skotum í pontu.