151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:35]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp til fjárlaga er mjög framsýnt og hér er búið að taka skýra ákvörðun um það að fjárfesta í framtíðinni. Framlög til framhaldsskólastigsins eru að hækka um 10% að raungildi. Að sama skapi eru framlög til háskólastigsins að aukast um 15%. Ríkisstjórnin sagðist ætla að styðja við grunnkerfi samfélagsins og fjárfesta í menntun og hér eru svo sannarlega að fara saman hljóð og mynd. Það er hægt að treysta þessari ríkisstjórn fyrir því að vera framsýn og taka ákvörðun sem einkennist af hugrekki.