151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:36]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst um að fjárfesta í menntun og láta fara saman hljóð og mynd. (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Námsmenn hér á landi fjármagna nám sitt í ríkara mæli en annars staðar með vinnu, með vinnu í ýmsum þjónustugreinum. Eins og við vitum hefur faraldurinn orðið til þess að slíkum tækifærum fyrir námsmenn hefur snarfækkað. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að efla nýsköpunarsjóð námsmanna þannig að námsmenn geti bæði haft viðurværi af námi sínu í ríkara mæli en nú er og að þeir geti betur einbeitt sér að námi sínu, landi og þjóð til heilla.