151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:37]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil bara fagna þeim fjármunum sem við erum að verja í framhalds- og háskólastigið, eins og hér hefur komið fram, sem gríðarleg þörf er fyrir á þessum erfiðu tímum. Ég vil um leið hvetja hæstv. menntamálaráðherra til þess, af því að hér erum við með framlag til Austurbrúar enn eitt árið, að ljúka nú lengri tíma samningsgerð við það merka fyrirbæri sem Austurbrú er þannig að fólk þurfi ekki að eyða ómældum tíma ár hvert í að leita eftir fjármunum. Þetta er partur af grunnþjónustu sem við eigum að fjármagna með samningum og ég hvet ráðherrann til dáða í því.