151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:54]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga er af tvennum toga. Annars vegar er lögð til fjölgun vinnusamninga fyrir öryrkja. Það þarf að vinna markvisst að því að styrkja möguleika fatlaðs fólks og öryrkja á almennum vinnumarkaði. Vinnusamningar öryrkja eru endurgreiðslusamningar við atvinnurekendur sem ráðið hafa fólk með skerta starfsgetu til starfa og eru ætlaðir til að auka möguleika atvinnuleitenda með skerta starfsgetu til að ráða sig í vinnu á almennum vinnumarkaði. Hér er því um mikilvægt úrræði að ræða fyrir þá sem hafa skerta starfsgetu. Síðan er um almenna aðgerð að ræða til að minnka atvinnuleysi og er þar horft sérstaklega til Suðurnesja þar sem atvinnuleysið er 22%, eða tvöfalt á við annars staðar á landsvísu. Þar er atvinnurekendum gert kleift að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu með styrk.