151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[16:05]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þær tillögur sem við greiðum hér atkvæði um og eru hluti af félagslegum aðgerðum vegna Covid, til að styðja við atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa. Margar af þessum aðgerðum hef ég gert að umtalsefni, m.a. í störfum þingsins. Þetta eru mikilvægar aðgerðir og ég held að margar af þeim þurfi að fylgja okkur áfram eftir Covid, það eru þarna aðgerðir sem hafa gefið sérstaklega góða raun í að styðja þessa félagslegu viðkvæmu hópa. Einnig styð ég þær aðgerðir sem við greiddum atkvæði um áðan undir liðnum um lýðheilsu og stjórnsýslu velferðarmála og snúa m.a. að jafnréttismálum. Síðan langaði mig að taka sérstaklega út úr þessum lið tímabundið framlag til Grófarinnar Geðræktar á Akureyri en þangað eru 15 millj. kr. veittar tímabundið og eins er hér tímabundið sérstakt framlag til Pieta-samtakanna, sem er auðvitað líka mjög mikilvægt.