151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrir mér er þetta mótsögn. Sagt er að skilgreiningin sé raunverulega félagslegt fyrirbæri en það má hins vegar ekki taka tillit til félagslegra eða sálfélagslegra aðstæðna. Mig langar að spyrja hv. þingmann í seinna andsvari um að í 4. gr. er líka fjallað um það að foreldrar skuli skýra barni sínu frá varanlegum breytingum. Hér segir, með leyfi forseta:

„Forsjáraðilar skulu skýra barni sínu frá varanlegum breytingum …“

Foreldrar eiga sem sagt að útskýra það af hverju Alþingi setti reglur sem leyfa foreldrunum ekki að taka þessar ákvarðanir, ef ég skil það rétt. Er það réttur skilningur?