151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:42]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum hér að fjalla um mál nr. 22 um kynrænt sjálfræði og ódæmigerð kyneinkenni. Í sambandi við 1. gr. frumvarpsins er bent á að undir hana falli ekki forhúðaraðgerðir í þeim tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunni að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum. Frumvarpið hafi engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar. Nú var einn umsagnaraðili, UNICEF á Íslandi, sem sendi inn umsögn og benti á þetta. Og ég spyr: Kom það ekki til greina að virða rétt barnsins til að ákveða um þær aðgerðir sem eru gerðar af trúarlegum ástæðum, það væri þarna inni þannig að það væri á hreinu að (Forseti hringir.) öll börn væru varin?