151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[14:39]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú var tíðin að það þótti afskaplega róttæk hugmynd að konur fengju kosningarrétt eða hefðu sjálfsákvörðunarrétt yfir höfuð. Síðan þótti það róttæk skoðun að samkynhneigt fólk ætti kannski bara að hafa sömu réttindi og allir aðrir. Við hvert einasta fótmál eru íhaldssöm öfl sem eru á móti þeim breytingum. En það sem er áhugavert er að þegar sagan er skoðuð eftir á þá kannast enginn við það. Það kannast enginn við að hafa verið þarna. Í framtíðinni vona ég að hv. þingmenn Miðflokksins líti aftur til þessa tíma og íhugi stöðu sína í þessu máli.