151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[14:40]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Samkvæmt frumvarpinu og umræðum um það af hálfu stjórnarliða fæðast 68 börn á ári á Íslandi með fæðingargalla á kynfærum. Það eru sex börn á mánuði. Þetta er heimsmet sem enginn hefur haft vitneskju um enda stenst þetta enga skoðun. Þetta er rangt. Á Íslandi fæðast 4.000 börn á ári. Samkvæmt virtum læknatímaritum kemur fram að eitt af hverjum 4.000 börnum fæðist með fæðingargalla á kynfærum. Það fæðist því eitt barn á ári með galla á kynfærum á Íslandi, ekki 68. Hér er verið að falsa upplýsingar svo betur sé hægt að réttlæta þetta vonda frumvarp sem bannar að börn með fæðingargalla á kynfærum fái notið fullkomnustu læknisþjónustu.

Ég segi nei.