151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

skattar og gjöld.

314. mál
[15:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Með þessari tillögu leggjum við til að barnabætur haldist óskertar að mánaðarlaunum hjá einstaklingi upp í 410.000 kr. á mánuði. Við gerum tillögu um samsvarandi hækkun hámarksins, þar sem barnabætur eru ekki lengur greiddar. Það er skref sem við viljum stíga núna í þá átt að jafna stöðu barnafólks við þá sem ekki eru með börn á framfæri. Við lítum til hinna norrænu ríkjanna eftir fyrirmyndum í þeim efnum. Meiri hlutinn leggur hins vegar til með breytingartillögu sinni að barnabætur byrji að skerðast við lágmarkstekjutrygginguna sem verður 351.000 á árinu 2021 og miðar við að barnabæturnar séu eins konar fátæktarstyrkur. Við þurfum að breyta þessu, forseti.