151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar.

31. mál
[21:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég átta mig á þessu. En þegar ég var að hlusta á afmörkun og markmið tillögunnar, að það leiði af sér vöru sem sé gjaldeyrisskapandi, sem sé atvinnuskapandi á Íslandi, feli í sér nýnæmi, að Rannís fari með faglegt mat á því — þetta er bara nýsköpunarverkefni. Stefnan hefur verið að reyna að draga úr ríkisábyrgð. Við eru náttúrlega lent í ákveðnum aðstæðum sem hafa endurvakið það að einhverju leyti. En þegar ég skoða þetta betur þá æpa allar kröfurnar nýsköpun, sem settar eru í greinargerðinni. Frábært. Ég tek undir það og held að þegar allt komi til alls þá sé afurðin af því að fara með þetta í gegnum nýsköpunarferlið sú, hvernig sem það færi að lokum, þó að það sé ekki ríkisábyrgð á því, að það skilur alltaf eftir sig þau verðmæti sem nýsköpun gerir almennt séð, hvort sem hún tekst eða ekki. Þannig að ég sé í rauninni enga ástæðu til að blanda ríkisábyrgð inn í þetta mál.