151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

336. mál
[15:10]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er gott skref í rétta átt fyrir íbúa á köldum svæðum landsins en þetta er of stutt skref, of lítill áfangi í sjálfsagða réttlætisátt. Það er hneisa að önnur eins hrópleg mismunun hafi fengið að viðgangast svo lengi. Ríkisstjórnin hefur sig nú loks í að sýna lit á elleftu stundu. Þetta er viðleitni í rétta átt en þetta er alls ekki full jöfnun. Það sækir alltaf í sama farið og bilið breikkar fljótt aftur. Nú hefur Landsnet boðað 10% hækkun á gjaldskrám dreifiveitna strax um áramótin og þá kvarnast úr þessari mikilvægu hagsbót. Hverju munar þetta? Það getur munað 3, 4, eða 5%. Það þarf að gera betur en þetta. Það þarf kerfisbreytingu. Krafan er ein gjaldskrá fyrir allt landið og það á að tryggja strax. Hægt er að gera það en það þarf vilja og hann skortir hjá þessari ríkisstjórn. Þótt mismununin sé áfram við lýði þá styð ég málið, þetta er til bóta.