151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

336. mál
[15:13]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek svo sannarlega undir þau orð sem hv. þingmenn hafa mælt í pontu um þetta mikilvæga mál. Hér er um mikið réttlætismál að ræða, ekki bara á köldum svæðum heldur í dreifbýli um allt land þegar að þessu kemur. Það er verið að tala um að það séu kannski fáir notendur á enda línunnar en þar er mikilvæg starfsemi eins og t.d. í ferðaþjónustu þar sem margir koma við og margir nýta sér þá starfsemi. Þetta er mjög mikilvægt skref en það þarf að stíga lengra og að fullri jöfnun.