151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

336. mál
[15:14]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er sannarlega mikilvægt skref tekið og ég styð það að sjálfsögðu. En hér í þessari umræðu um atkvæðagreiðsluna hafi orðið umtalsverð tíðindi. Hér hafa komið upp þingmenn frá Samfylkingunni og Viðreisn og sagt að ekki sé nógu langt gengið, hér þurfi að búa til eina gjaldskrá fyrir allt landið. Komið fagnandi, segi ég. Ég hef talað fyrir því í tíu ár. Ég skal lofa ykkur því að ef það er orðinn breiður stuðningur þessara flokka á þingi við að það sé ein gjaldskrá, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli, vegna þess að aðgangurinn að auðlindinni sé hinn sami, þá lofa ég stuðningi Framsóknarflokksins. Og ég ætla að lofa upp í ermina á mér um að samstarfsflokkar í ríkisstjórn munu líka vera tilbúnir í þá vegferð.

(Forseti (SJS): Er að verða til þjóðstjórn?)