151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[15:27]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er tillaga um launatengdu gjöldin. Ég held að það sé ekki vilji meiri hluta þingsins að skilja íþróttahreyfinguna eftir með launatengdu gjöldin hjá sér í stað þess að styðja þau eins og önnur fyrirtæki. Tekin var ákvörðun um það hjá stjórnvöldum að hafa launatengdu gjöldin með í stuðningi þegar kemur að öðrum fyrirtækjum og öðrum aðilum í rekstri. Ég trúi því innst inni að þetta sé einhver misskilningur. Ég held að meiri hlutinn vilji styðja við íþróttafélögin alla leið. Það er einhver meinloka að geta ekki stutt breytingartillögu sem kemur frá minni hluta. Það eru engin rök fyrir því. Það eru engin rök fyrir því hjá meiri hlutanum að styðja ekki þessa tillögu þó að hún komi frá stjórnarandstöðunni. Ég held að þetta sé einhver misskilningur, en þetta mun bitna á íþróttahreyfingunni.

(Forseti (SJS): Forseti verður að árétta þá fortakslausu reglu að menn geta ekki beðið um orðið til að gera grein fyrir atkvæði sínu eftir að einhver þingmaður hefur tekið til máls. Það verður ekki gefið eftir á þeirri víglínu.)